Landsliðsmaður stunginn til bana

Osagi Bascome var aðeins 23 ára þegar hann var stunginn …
Osagi Bascome var aðeins 23 ára þegar hann var stunginn til bana. Ljósmynd/Darlington FC

Knattspyrnumaðurinn Osagi Bascome, landsliðsmaður Bermúda og fyrrverandi leikmaður Aston Villa á Englandi, var stunginn til bana fyrir utan veitingastað í heimalandinu í gær.

Bascome var aðeins 23 ára gamall þegar hann var myrtur. Ásamt Aston Villa lék hann einnig með Levante, Valencia, Bristol City og Darlington. Þá lék hann 19 landsleiki með Bermúda og skoraði í þeim eitt mark.

Samkvæmt frétt Royal Gazette hefur enginn verið handtekinn vegna málsins, þrátt fyrir að fjölmargir hafi orðið vitni af árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert