París SG er komið áfram í 32-liða úrslit franska bikarsins í fótbolta eftir 3:0-útisigur á E-deildarliði Feignies í kvöld.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG, stillti upp mikið breyttu liði í leiknum, en þó voru stjörnur á borð við Kylian Mbappé, Sergio Ramos og Mauro Icardi í byrjunarliðinu.
Mbappé kom einmitt PSG yfir á 16. mínútu og Icardi bætti við öðru marki 14 mínútum síðar. Mbappe gulltryggði síðan þægilegan 3:0-sigur með marki á 51. mínútu.