Rúnar sterkur í sigri

Rúnar Alex Rúnarsson stóð fyrir sínu.
Rúnar Alex Rúnarsson stóð fyrir sínu. AFP

OH Leuven hafði betur á heimavelli gegn Standard Liége í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:1.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Leuven, en hann var snöggur að jafna sig á höfuðmeiðslum sem hann varð fyrir í síðasta leik. Lék Rúnar með hjálm vegna þeirra.

Íslenska landsliðsmanninum virðist líða vel með hjálminn því hann átti afar góðan leik og átti sex vörslur, nokkrar afar góðar. Honum tókst þó ekki að halda hreinu þar sem gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma.

Leuven er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki. Rúnar, sem er að láni frá Arsenal, hefur leikið fimm deildarleiki með liðinu, en hann var á varamannabekknum framan af tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert