Íslendingaleik frestað á síðustu stundu

Brynjar Ingi Bjarnason, til vinstri, og Þórir Jóhann Helgason, fyrir …
Brynjar Ingi Bjarnason, til vinstri, og Þórir Jóhann Helgason, fyrir miðju, leika báðir með Lecce. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert verður af leik Lecce og Vicenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu sem átti að hefjast klukkan 19.30.

Tvö kórónuveirusmit komu upp í dag í leikmannahópi Lecce en með liðinu leika landsliðsmennirnir Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason.

Eftir að seinna smitið greindist síðdegis í dag skipuðu heilbrigðisyfirvöld í Lecce liðinu að fara í sóttkví. Lecce er í fjórða sæti deildarinnar en hefði komist í annað sætið með sigri í kvöld gegn botnliði deildarinnar.

Þá hefur liðið Salernitana verið fyrirskipað að ferðast ekki til útileiks gegn Udinese í A-deildinni annað kvöld fyrr en leikmannahópurinn hafi farið í skimun eftir að eitt smit kom upp hjá liðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert