Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur eru svekktir yfir því að leik liðsins gegn Rennes í Sambandsdeild UEFA, sem þurfti að fresta vegna kórónuveirusmita innan leikmannahóps Tottenham, hafi verið dæmdur því tapaður og liðið þar með fallið úr keppni.
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti um úrskurðinn í morgun.
„Við erum svekktir yfir þessum úrskurði áfrýjunarnefndar UEFA og höfnuninni á því veita meiri tíma til þess að reyna að finna nýjan leiktíma fyrir leikinn.
Við verðum þó að gangast við þessum úrskurði og nú einbeitum við okkur að þeim keppnum sem við erum áfram hluti af,“ sagði talsmaður Tottenham í samtali við BBC Sport.