Ágæt úrslit fyrir Barcelona

Xavi fagnar marki Barcelona í kvöld.
Xavi fagnar marki Barcelona í kvöld. AFP

Barcelona færðist örlítið upp töfluna í 1. deild spænsku knattspyrnunnar í kvöld, La Liga, þegar liðið heimsótti Sevilla til Andalúsíu.

Liðin gerðu 1:1 jafntefli sem verða að teljast ágæt úrslit fyrir Barcelona og nýja knattspyrnustjórann Xavi. Sevilla er í 2. sæti með 38 stig og þykir ávallt erfitt heim að sækja.

Barcelona er í 7. sæti með 28 stig eins og Valencia sem er í áttunda sæti. Sex efstu sætin gefa keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta ári en Börsungar eru aðeins stigi frá 5. sæti og tveimur frá 4. sætinu.

Alejandro Gómez kom Sevilla yfir eftir sendingu frá Ivan Rakitic á 32. mínútu en Ronald Araujo jafnaði á 45. mínútu eftir undirbúning Dembélé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert