Sjöundi sigurinn í röð hjá AZ

Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans hafa haft ástæðu til að …
Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans hafa haft ástæðu til að fagna síðustu vikurnar.

AZ Alkmaar er á góðri siglingu í hollensku knattspyrnunni og vann í kvöld sjöunda leikinn í röð í öllum keppnum. 

AZ tók á móti Groningen og vann 1:0 en Albert Guðmundsson lék allan tímann í framlínunni hjá AZ. 

Liðið hefur klifið upp töfluna að undanförnu og er nú í 5. sæti með 32 stig eftir átján leiki. 

PSV er efst með 40 stig, stigi á undan Ajax. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert