Afríkukeppnin hefst í janúar

Afríkukeppnin hefst 9. janúar í Kamerún.
Afríkukeppnin hefst 9. janúar í Kamerún. AFP

Afríkukeppnin í knattspyrnu hefst hinn 9. janúar næstkomandi í Kamerún. Þetta tilkynnti Patrice Motsepe, forseti afríska knattspyrnusambandsins, í gær.

Mótið stendur yfir dagana 9. janúar til 6. febrúar en forráðamenn knattspyrnufélaga í Evrópu hafa gagnrýnt framkvæmd mótsins harðlega undanfarnar vikur.

Í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að mótinu yrði mögulega frestað vegna kórónuveirunnar en nú er ljós að af því verður ekki. 

Allir áhorfendur á mótinu þurfa að sýna fram á bólusetningu fyrir kórónuveirunni og skila neikvæðu PCR-prófi til þess að komast inn á leikvangana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert