Íslendingaliðið Venezia tók á móti Lazio þegar leikið var í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar í dag.
Venezia tapaði 1:3 og kom Arnór Sigurðsson inn á sem varamaður hjá Venezia á 75. mínútu. Bjarki Steinn Bjarkason var hins vegar ekki í leikmannahópnum að þessu sinni.
Venezia er í 16. sæti í deildinni en er ekki beinlínis í fallhættu eins og er. Liðið er sex stigum fyrir ofan fallsæti með 17 stig.
Lazio er í 8. sæti með 31 stig.