Konunglega liðið í fínum málum

Karim Benzema fagnar marki í kvöld.
Karim Benzema fagnar marki í kvöld. AFP

Stórveldið Real Madríd virðist vera í fínum málum að svo stöddu í spænsku knattspyrnunni og fer inn í jólin með gott forskot. 

Real náði í þrjú stig á erfiðum útivelli í Baskalandi í kvöld þegar liðið heimsótti Athletic til Bilbao og vann 2:1. Frakkinn Karim Benzema skoraði bæði mörkin en Oihan Sancet minnkaði muninn fyrir Athletic. Öll mörkin voru skoruð á fyrstu tíu mínútunum og á höfðu sóknarmenn liðanna fengið nóg.

Real Madríd er með 46 stig og hefur nú átta stiga forskot á Sevilla. Erkifjendurnir í Barcelona réttu Real hjálparhönd í gær með því að ná jafntefli gegn Sevilla á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert