Napolí að dragast aftur úr

Titilvörn Inter Milanó gengur ansi vel.
Titilvörn Inter Milanó gengur ansi vel. AFP

Inter Mílanó er með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu, Seríu A, eftir sigur á Tórínó í kvöld. 

Grannarnir í AC Milan eru fjórum stigum á eftir með 42 stig en liðið vann Empoli 4:2 á útivelli í fjörugum leik. 

Napolí fékk Spezia í heimsókn og gestirnir unnu 1:0 en Spezia er í 17. sæti með 16 stig, í sætinu fyrir ofan fallsæti. Napolí dróst fyrir vikið aftur úr en liðið er með 39 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert