Ögmundur fékk tækifæri

Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. Ljósmynd/@OlympiakosFr

Ögmundur Kristinsson fékk tækifæri til að sýna sig og sanna með hinu kunna gríska knattspyrnuliði Olympiacos í dag. 

Olympiacos sló þá Levadiakos út í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar og lék Ögmundur allan leikinn í markinu. 

Ögmundur hefur fá tækifæri fengið með Olympiacos en hann hélt markinu hreinu í dag því Olympiacos vann 2:0 og komst áfram 4:3 samtals.  Hann lék einnig fyrri leik liðanna sem Levadiakos vann 3:2 en þetta eru einu leikir Ögmundar til þessa á tímabilinu. Hann hefur að öðru leyti verið varamarkvörður fyrir tékkneska landsliðsmarkvörðinn Tomás Vaclík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert