Brynjar á leiðinni til Þrándheims?

Brynjar Ingi Bjarnason með boltann í landsleik Íslands og Norður-Makedóníu …
Brynjar Ingi Bjarnason með boltann í landsleik Íslands og Norður-Makedóníu í síðasta mánuði. Ljósmynd/Robert Spasovski

Brynjar Ingi Bjarnason landsliðsmiðvörður í knattspyrnu gæti verið á leið frá Lecce á Ítalíu til Rosenborg í Noregi.

Ítalskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta í dag í kjölfar fréttar sem birtist á fótbolti.net í gær um að Rosenborg væri í viðræðum við Lecce um að fá Akureyringinn í sínar raðir.

Lecce keypti Brynjar af KA í sumar en hann hefur enn sem komið er aðeins leikið einn leik með liðinu í B-deildinni á þessu keppnistímabili. Hann vann sér hinsvegar fast sæti í A-landsliði Íslands og spilaði síðustu tíu landsleiki ársins, alla í byrjunarliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert