Pelé útskrifaður af sjúkrahúsi

Pelé hefur glímt við veikindi á undanförnum árum.
Pelé hefur glímt við veikindi á undanförnum árum. AFP

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Sao Paulo í heimalandinu eftir rúmlega 20 daga innlögn.

Pelé, sem er 81 árs, þurfti lyfjameðferð vegna æxlis í ristli. Hann hefur glímt við ýmis veikindi síðustu ár, en hann fær að vera heima um jólin.

Pelé er marka­hæsti landsliðsmaður Bras­il­íu frá upp­hafi en hann skoraði 77 mörk í 92 lands­leikj­um. Hann er einn af aðeins fjór­um knatt­spyrnu­mönn­um í sög­unni sem hafa skorað á fjór­um loka­mót­um HM en hann varð heims­meist­ari með Bras­il­íu 1958, 1962 og 1970 og skoraði sautján ára gam­all í úr­slita­leik HM árið 1958.

Hann var um langt ára­bil tal­inn besti knatt­spyrnumaður heims og er að margra mati enn sá besti í sög­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert