Akureyringurinn að semja við Vålerenga

Brynjar Ingi Bjarnason er á leiðinni í Vålerenga.
Brynjar Ingi Bjarnason er á leiðinni í Vålerenga. Ljósmynd/Robert Spasovski

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason verður væntanlega orðinn leikmaður Vålerenga í Noregi á nýju ári. Mun hann skrifa undir langtímasamning við félagið.

Nettavisen í Noregi greinir frá. Brynjar hefur verið orðaður við fleiri félög á Norðurlöndunum og þar á meðal stórliðið Rosenborg. Brynjar hefur verið á mála hjá Lecce á Ítalíu frá því í sumar. 

Lecce keypti Brynj­ar af KA í sum­ar en hann hef­ur enn sem komið er aðeins leikið einn leik með liðinu í B-deild­inni á þessu keppn­is­tíma­bili. Hann vann sér hins­ veg­ar fast sæti í A-landsliði Íslands og spilaði síðustu tíu lands­leiki árs­ins, alla í byrj­un­arliðinu.

Viðar Örn Kjartansson er samningsbundinn Vålerenga en Selfyssingurinn gæti verið á förum frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert