Lewandowski bestur annað árið í röð

Robert Lewandowski átti frábært ár með Bayern München.
Robert Lewandowski átti frábært ár með Bayern München. AFP

Pólverjinn Robert Lewandowski var besti knattspyrnumaður heims árið 2021 samkvæmt árlegri kosningu The Guardian á Englandi sem jafnan finnur út hundrað bestu leikmenn ársins á jarðarkringlunni.

Mikill fjöldi sérfræðinga um heim allan tekur þátt í kosningu The Guardian þar sem hver og einn stillir upp lista þar sem hann velur 40 bestu leikmennina.

Niðurstaðan í ár var sú að Robert Lewandowski varð efstur, annað árið í röð. Lionel Messi varð annar, Mohamed Salah þriðji, Karim Benzema fjórði og Jorginho fimmti.

Þar á eftir komu Kylian Mbappé, Erling Haaland, Cristiano Ronaldo, N'Golo Kanté og Kevin De Bruyne.

Listann yfir þá 100 bestu má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert