Pólverjinn Robert Lewandowski var besti knattspyrnumaður heims árið 2021 samkvæmt árlegri kosningu The Guardian á Englandi sem jafnan finnur út hundrað bestu leikmenn ársins á jarðarkringlunni.
Mikill fjöldi sérfræðinga um heim allan tekur þátt í kosningu The Guardian þar sem hver og einn stillir upp lista þar sem hann velur 40 bestu leikmennina.
Niðurstaðan í ár var sú að Robert Lewandowski varð efstur, annað árið í röð. Lionel Messi varð annar, Mohamed Salah þriðji, Karim Benzema fjórði og Jorginho fimmti.
Þar á eftir komu Kylian Mbappé, Erling Haaland, Cristiano Ronaldo, N'Golo Kanté og Kevin De Bruyne.
Listann yfir þá 100 bestu má sjá hér.