Fer í stærra félag í sumar

Jonathan David skýtur að marki í leik með Lille.
Jonathan David skýtur að marki í leik með Lille. AFP

Kanadíski knattspyrnumaðurinn Jonathan David mun yfirgefa Frakklandsmeistara Lille eftir tímabilið og ganga í raðir stærra félags.

David, sem er 22 ára sóknarmaður, hefur skorað 12 mörk í 19 leikjum í frönsku 1. deildinni á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað 25 mörk í 56 deildarleikjum með Lille og 18 mörk í 24 landsleikjum með Kanada. 

Umboðsmaður leikmannsins staðfesti í viðtali við Sport-útvarpsstöðina í Frakklandi að David myndi fara í stærra félag eftir tímabilið en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Liverpool og Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert