Hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona

Yusuf Demir í leik með Barcelona.
Yusuf Demir í leik með Barcelona. AFP

Austurríski knattspyrnumaðurinn Yusuf Demir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona en hann er lánsmaður frá Rapid Vín í heimalandinu.

Barcelona vill rifta lánssamningi sínum við Demir, þar sem félagið er að kaupa Ferrán Torres af Manchester City. Mun hann því snúa aftur til Rapid Vín í janúar.

Demir, sem er aðeins 18 ára, hefur leikið níu leiki fyrir Barcelona en samkvæmt klásúlu í lánssamningnum verður Barcelona að kaupa hann fyrir tæpar 10 milljónir evra ef hann spilar tíu leiki fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert