Knattspyrnusamband Nígeríu ræddi við José Mourinho á dögunum með það að markmiði að fá hann til að taka við karlalandsliði þjóðarinnar. Fram undan hjá landsliði Nígeríu er Afríkukeppnin í byrjun næsta árs.
Þjóðverjinn Gernot Rohr var rekinn fyrr í mánuðinum en knattspyrnusamband Afríkuþjóðarinnar vildi nýjan þjálfara fyrir sterkustu keppni álfunnar.
Mourinho, sem er samningsbundinn Ítalska félaginu Roma, ákvað að hafna tilboði nígeríska sambandsins og halda áfram hjá Rómverjum.