Vildu að Mourinho tæki við landsliðinu

José Mourinho stýrir Roma.
José Mourinho stýrir Roma. AFP

Knattspyrnusamband Nígeríu ræddi við José Mourinho á dögunum með það að markmiði að fá hann til að taka við karlalandsliði þjóðarinnar. Fram undan hjá landsliði Nígeríu er Afríkukeppnin í byrjun næsta árs. 

Þjóðverjinn Gernot Rohr var rekinn fyrr í mánuðinum en knattspyrnusamband Afríkuþjóðarinnar vildi nýjan þjálfara fyrir sterkustu keppni álfunnar. 

Mourinho, sem er samningsbundinn Ítalska félaginu Roma, ákvað að hafna tilboði nígeríska sambandsins og halda áfram hjá Rómverjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert