Norðurírsku liðin Glentoran og Linfield þurftu að spila við ansi strembnar aðstæður þegar þau mættust á öðrum degi jóla í úrvalsdeildinni þar í landi á 10. áratug síðustu aldar.
Oval-völlur Glentoran var snævi þakinn í leik liðanna árið 1995 og þar sem boltinn var alhvítur var ekki heiglum hent að sjá hvar hann var.
Ekki var notast við appelsínugulan að þessu sinni og því þurftu leikmenn að gera sér það að góðu að eiga ansi erfitt með að sjá boltann.
Myndbrot úr leiknum sem var leikinn við þessar athyglisverðu aðstæður má sjá hér:
Boxing Day, 1995:
— A Funny Old Game (@sid_lambert) December 26, 2021
Glentoran play Linfield with an invisible football.
A @Crap90sFootball Christmas present to the world…pic.twitter.com/ezsqyjoJoj