Rúnar hélt hreinu í stórsigri

Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven.
Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í OH Leuven komu nokkuð á óvart í kvöld með sannfærandi útisigri á Charleroi, 3:0, í belgísku A-deildinni í knattspyrnu.

Leuven var í þrettánda sæti af átján liðum en Charleroi í sjöunda sæti fyrir leikinn, en með sigrinum lyfti Leuven sér upp í tíunda sætið. Liðið er með 26 stig eftir 21 leik og getur enn blandað sér í baráttu um sæti í umspili um Evrópusæti. Til þess þarf liðið að ná áttunda sætinu.

Rúnar varði mark Leuven í leiknum og hefur nú spilað sex síðustu leiki liðsins í deildinni en hann er í láni hjá félaginu frá Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert