Akureyringurinn Brynjar Ingi Bjarnason er orðinn leikmaður Vålerenga í Noregi en norska félagið tilkynnti um félagaskipti hans á vefsíðu sinni í dag.
Brynjar Ingi kemur frá Lecce á Ítalíu en hann lék áður með KA. Brynjar gerir langan samning við Vålerenga en samningurinn gildir til ársins 2025.
Viðar Örn Kjartansson er einnig hjá Vålerenga og landsliðsmennirnir gætu því orðið liðsfélagar á næsta tímabili.