Torres í læknisskoðun hjá Barcelona

Ferran Torres hefur ekki spilað fyrir Manchester City síðan í …
Ferran Torres hefur ekki spilað fyrir Manchester City síðan í september. AFP

Spænski sóknarmaðurinn Ferran Torres er lentur í Barcelona þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann semur við karlalið Barcelona í knattspyrnu.

Barcelona er að kaupa Torres frá Englandsmeisturum Manchester City á 55 milljónir evra og er gert ráð fyrir því að Börsungar tilkynni félagaskiptin formlega áður en árið er úti.

Kaupin vekja athygli þar sem slælegri fjárhagsstöðu Barcelona hafa til að mynda verið gerð ítarleg skil á heimasíðu félagsins.

Félagið tók hins vegar nýtt bankalán á dögunum og getur því keypt hinn 21 árs gamla Torres, sem hefur aðeins verið á mála hjá Man. City í í tæpt eitt og hálft ár.

Eftir að hafa byrjað tímabilið vel og skorað þrjú mörk í sjö leikjum í öllum keppnum fór tækifærum Torres að fækka og meiddist hann svo.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City, hefur ákveðið að standa ekki í vegi fyrir skiptum Torres enda liðið staðið sig afar vel að undanförnu án hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert