Sádiarabíska fjárfestingarfyrirtækið Public Investing Fund er í þann veginn að festa kaup á ítalska knattspyrnufélaginu Inter frá Mílanó, samkvæmt frétt International Business Times í kvöld.
PIF festi kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United fyrr á þessu ári og fyrirtækið, sem er fjármagnað af ríkissjóði Sádi-Arabíu, er sagt ætla sér mjög stóra hluti í heimsfótboltanum á næstu árum.
Eigendur Inter eru kínverskir, Suning, og taprekstur félagsins hefur verið mikill en sagt er að það tapi 13 milljónum evra á mánuði um þessar mundir.
Kaupverðið á Inter er sagt vera um einn milljarður dollara, um það bil 885 milljónir evra.