Yngri bróðir Maradona látinn

Hugo Maradona er látinn.
Hugo Maradona er látinn. AFP

Hugo Maradona, yngri bróðir argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona, lést í dag 52 ára að aldri. Dánarorsökin er hjartaáfall. 

Hugo Maradona lék með liðum í Austurríki, Spáni, Argentínu, Japan og á Ítalíu á ferlinum áður en hann flutti til Napóli til að einbeita sér að þjálfun.

Hugo gekk í raðir Napólí árið 1987, þremur árum eftir að Diego Maradona kom til félagsins. Þeir léku aldrei saman en voru mótherjar 20. september 1987 þegar Hugo var að láni hjá Ascoli.

Diego Maradona lést á síðasta ári, sextugur að aldri, en hann var af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert