Svíinn Andreas Brännström verður næsti þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Mjällby, og það þýðir að hvorki Heimir Hallgrímsson né Milos Milojevic hreppir hnossið.
Félagið hefur ekki staðfest þetta en í morgun sagði íþróttasjtóri félagsins við Kristianstadsbladet að þessir þrír kæmu til greina.
Aftonbladet segir að búið sé að velja Brännström sem síðast var aðstoðarþjálfari Hajduk Split í Króatíu. Íþróttastjóri Mjällby staðfestir við blaðið að búið sé að ákveða hver taki við liðinu en ekki hver það sé.