Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen er kominn til Sviss þar sem hann æfir þessa dagana einn síns liðs á heimavelli Chiasso.
Eriksen, sem býr í Óðinsvéum í Danmörku, hefur að undanförnu æft á velli danska liðsins OB, sem er hans uppeldisfélag, en ekki liggur fyrir hvort hann stígur af alvöru inn á knattspyrnuvöllinn á ný. Eriksen fór sem kunnugt er í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands í lokakeppni EM á Parken síðasta sumar og er búinn að ganga frá samningslokum hjá ítalska meistaraliðinu Inter Mílanó.
Eriksen getur ekki spilað á Ítalíu þar sem hann er með gangráð græddan við hjartað en með slíkan búnað má ekki spila þar í landi.
Danskir fjölmiðlar hafa að undanförnu orðað hann við bæði OB og FC Köbenhavn, líka hans fyrrverandi félög Ajax í Hollandi og Tottenham á Englandi, en einnig við Newcastle sem er orðið ríkasta félag heims en sárvantar leikmenn til að forða liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.
Ítalinn Riccardo D'Anna hitti Eriksen í Chiasso og birti þessa mynd af þeim:
#Eriksen si mantiene in allenamento a Chiasso 💪🏻⚫🔵 pic.twitter.com/pTKRBAwIWu
— Riccardo D'anna (@RiccardoDanna1) December 29, 2021