Spænska knattspyrnufélagið Barcelona og framherjinn Álvaro Morata hafa komist að samkomulagi um að Morata gangi í raðir félagsins. Morata er samningsbundinn Atlético Madrid en er að láni hjá Juventus.
Goal.com greinir frá en óljóst er nákvæmlega Morata gengur í raðir Barcelona en ólíklegt er að það verði núna í janúar, þar sem Juventus vill finna nýjan framherja áður en félagið lætur hann fara. Líklegra er að félagaskiptin gangi í gegn næsta sumar.
Morata, sem er 29 ára, hefur leikið með stórliðum á borð við Juventus, Real Madrid, Chelsea og Atlético Madrid. Þá hefur hann skorað 23 mörk í 50 landsleikjum með Spáni.