Enn eitt smitið hjá Real

Luka JOvic er með kórónuveiruna.
Luka JOvic er með kórónuveiruna. AFP

Svartfellingurinn Luka Jovic hefur greinst með kórónuveiruna en hann er einn af nokkrum leikmönnum spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid sem hafa smitast á síðustu dögum og vikum.

Þeir Fede Valverde, Thibaut Courtois og Eduardo Camvinga hafa hinsvegar jafnað sig eftir að hafa fengið veiruna og verða klárir í næsta leik gegn Getafe á sunnudag.

Luka Modrid, Marcelo, Marco Asensio, Rodrygo, Gareth Bale, Andriy Lunin og David Alaba hafa einnig smitast að undanförnu og er þátttaka þeirra gegn Getafe í óvissu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert