Svartfellingurinn Luka Jovic hefur greinst með kórónuveiruna en hann er einn af nokkrum leikmönnum spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid sem hafa smitast á síðustu dögum og vikum.
Þeir Fede Valverde, Thibaut Courtois og Eduardo Camvinga hafa hinsvegar jafnað sig eftir að hafa fengið veiruna og verða klárir í næsta leik gegn Getafe á sunnudag.
Luka Modrid, Marcelo, Marco Asensio, Rodrygo, Gareth Bale, Andriy Lunin og David Alaba hafa einnig smitast að undanförnu og er þátttaka þeirra gegn Getafe í óvissu.