Börsungar nálgast Meistaradeildarsæti

Luuk de Jong fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Luuk de Jong fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP

Barcelona vann mikilvægan sigur í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld þegar liðið heimsótti Mallorca og lagði heimamenn með minnsta mun.

Sigurmarkið kom skömmu fyrir leikhlé og það skoraði hollenski sóknarmaðurinn Luuk de Jong með góðum skalla eftir fyrirgjöf Óscar Mingueza frá hægri.

1:0 sigur Börsunga því staðreynd. Með honum fer Barcelona upp í fimmta sæti deildarinnar, þar sem liðið er nú einungis einu stigi á eftir Spánarmeisturum sem eru í fjórða sæti, síðasta Meistaradeildarsætinu.

Nýliðar Mallorca eru áfram í 15. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert