Hrósar Elíasi í hástert

Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson Ljósmynd/Alex Nicodim

Svend Graversen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Midtjylland, er afar hrifinn af íslenska landsliðsmarkverðinum Elíasi Rafni Ólafssyni.

Elías verður væntanlega aðalmarkvörður Midtjylland á nýju ári þar sem Jonas Lössl hefur verið lánaður til enska félagsins Brentford.

„Það var alltaf vitað að Elías yrði markvörður í dönsku úrvalsdeildinni einn daginn. Hraðinn á bætingum hans og þróun hefur hins vegar komið mörgum á óvart.

Við erum stolt af því hve vel hann hefur staðið sig og því höfum við framlengt samninginn við hann,“ sagði Graversen á heimasíðu Midtjylland.

„Það er augljóst að Elías getur náð langt. Þegar þú ert aðeins 21 árs en spilar vel í úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni er ljóst að þú ert mjög hæfileikaríkur,“ bætti Graversen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert