Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi hefur greinst með kórónuveiruna. Messi, sem leikur með París SG í Frakklandi, verður ekki með liði sínu í næstu leikjum vegna þessa.
Franska félagið greindi frá í dag að Messi væri einn fjögurra leikmanna liðsins sem væru með veiruna.
Þeir Juan Bernat, Sergio Rico og Nathan Bitumazala eru einnig smitaðir. Þá verður Neymar frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.