Real Madrid mátti þola 0:1-tap á útivelli gegn Getafe í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.
Tyrkinn Enes Ünal skoraði sigurmark Getafe strax á 9. mínútu og þrátt fyrir nokkra yfirburði á vellinum tókst Real ekki að jafna.
Þrátt fyrir tapið er Real í toppsætinu með 46 stig, átta stigum á undan Sevilla sem á þó tvo leiki til góða. Getafe er í 16. sæti með 18 stig.