Króatinn Niko Kovac hefur verið rekinn frá störfum sem knattspyrnustjóri Mónakó eftir eitt og hálft ár í starfi.
Kovac var áður stjóri Bayern München og þá var hann um tíma landsliðsþjálfari Króatíu. Mónakó er í sjötta sæti frönsku 1. deildarinnar, 17 stigum á eftir París SG á toppnum.
BBC greinir frá því að Philippe Clement, þjálfari Club Brugge í Belgíu, sé líklegur eftirmaður Kovac.