Oliver Glasner, knattspyrnustjóri þýska félagsins Eintracht Frankfurt, varð fyrir því óhappi að kinnbeinsbrotna eftir að hafa dottið af rafskútu. Þurfti hann af þeim sökum að gangast undir aðgerð á andliti.
„Því miður missti ég athyglina í smástund og datt illa. Sem betur fer kom ekkert alvarlegra fyrir mig. Andlitið er bólgið en annars er allt í lagi með mig,“ sagði Glasner í samtali við Kicker.
Ætti hann að geta hafið störf að nýju á morgun eða miðvikudag og verður því að öllum líkindum á hliðarlínunni í leiknum gegn Borussia Dortmund næstkomandi laugardag.