Skaut smáliðið í kaf á 18 mínútum

Kylian Mbappé á fullri ferð í Vannes í kvöld.
Kylian Mbappé á fullri ferð í Vannes í kvöld. AFP

Kylian Mbappé tók sig til og skoraði þrennu á átján mínútum í kvöld þegar París SG sótti heim Vannes í 32ja liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu.

Vannes, sem er frá Bretagne-skaganum á norðvesturhorni Frakklands og leikur í D-deildinni, stóð vel í stórliðinu lengi vel en fram á 59. mínútu skildi eitt mark frá Presnel Kimpembe liðin að.

Þá tók hinsvegar Mbappé leikinn í sínar hendur og var kominn með þrennu á 76. mínútu. Staðan þá 4:0 og mótspyrna Vannesmanna brotin á bak aftur.

Með þessu hefur Mbappé jafnframt náð þeim áfanga að skora 150 mörk fyrir PSG í öllum mótum en þetta er hans fimmta tímabil með félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert