Mourinho reynir að sannfæra Smalling

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma á Ítalíu vinnur nú hörðum höndum að því að sannfæra Chris Smalling, varnarmann liðsins, um að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.  Það er ítalski miðillinn La Repubblica sem greinir frá þessu.

u.Miðillinn greinir frá því að þrír leikmenn Roma séu nú smitaðir af veirunni en Smalling er einn þeirra, ásamt þeim Borja Mayoral og Danuel Fuzato.

Mourinho hefur lagt mikið kapp á að Smalling láti bólusetja sig en til stendur að banna þeim leikmönnum, sem ekki eru bólusettir fyrir veirunni, að leika með sínum liðum í A-deildinni.

Roma er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig, 14 stigum minna en topplið Inter Mílanó, en Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert