Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey er á förum frá Juventus á Ítalíu en Massimilio Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, staðfesti það í dag.
Ramsey hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Juventus frá Arsenal árið 2019 og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hefur aðeins spilað þrjá leiki í A-deildinni á þessu tímabili og samtals 49 leiki á hálfu þriðja tímabili.