Olympiacos er sem fyrr með öruggt forskot í efstu deild grísku knattspyrnunnar eftir leiki kvöldsins.
Olympiacos gerði markalaust jafntefli gegn Apollon Smyrnis á útivelli en Ögmundur Kristinsson var varamarkvörður toppliðsins í leiknum.
Leik PAOK og Panetolikos var frestað en Sverrir Ingi Ingason leikur með PAOK.
Olympiacos er í efsta sæti með 42 stig en AEK kemur næst með 33 stig. PAOK er í þriðja sæti með 28 stig og gamla stórveldið Panathinaikos er með 26 stig.