Útlit fyrir kapphlaup Mílanóliðanna

Sjálfur Messias skoraði gegn Roma í kvöld.
Sjálfur Messias skoraði gegn Roma í kvöld. AFP

AC Milan þjarmaði að Inter Mílanó þegar leikið var í Seríu A efstu deild ítölsku knattspyrnunnar í kvöld. 

AC Milan vann Roma 3:1 í Mílanó í kvöld og er aðeins stigi á eftir toppliði Inter. Olivier Giroud, Junior Messias og Rafael Leao skoruðu mörkin en Tammy Abraham skoraði fyrir Roma.

Stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic lét verja frá sér vítaspyrnu en það gerði lítið til þar sem hann tók spyrnuna á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Inter er með 46 stig eftir 19 leiki en AC Milan með 45 stig eftir 20 leiki. Napolí gæti blandað sér í baráttuna með 40 stig eftir 20 leiki. Atalanta er með 38 stig eftir 19 leiki og Juventus sem byrjaði tímabilið afar illa er með 35 stig eftir 20 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert