Adam verðlaunaður í Svíþjóð

Adam Ingi hefur slegið í gegn í Svíþjóð þrátt fyrir …
Adam Ingi hefur slegið í gegn í Svíþjóð þrátt fyrir ungan aldur. Ljósmynd/Göteborg

Knattspyrnumaðurinn Adam Ingi Benediktsson var í dag útnefndur markvörður ársins í efstu deild U19-ára liða í Svíþjóð.

Adam Ingi, sem er 19 ára gamall, skaust hratt upp á stjörnuhimininn á nýliðnu ári en hann hóf árið með U19-ára liði Gautaborgar áður en hann hóf æfingar með aðalliðinu um mitt ár.

Hann lék tvo síðustu leiki Gautaborgar í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en hann gekk til liðs við sænska félagið frá HK árið 2019.

Til þess að vera gjaldgengur í kjörið þurftu leikmenn að hafa spilað tíu leiki eða meira í U19-ára deildinni í Svíþjóð en einnig var kosið um besta varnarmanninn, miðjumanninn og sóknarmanninn.

Adam Ingi var eini leikmaður Gautaborgar sem var verðlaunaður í kjörinu en hann á að baki fjóra landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert