„Fyrstu 22 vikur meðgöngunnar grét ég á hverjum einasta degi yfir því að vera ólétt,“ sagði knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir í samtali við Sky Sports á dögunum.
Dagný, sem er þrítug, er samningsbundin West Ham í ensku úrvalsdeildinni en hún á að baki 97 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 32 mörk.
Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2018 en hún var þá samningsbundin Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni.
„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu góð áhrif sonur minn myndi hafa á knattspyrnuferilinn,“ sagði Dagný.
„Ég vil nýta tímann sem best, þegar að ég er fjarri honum, eins og til dæmis á æfingum og í leikjum ég vil vera í góðu skapi þegar ég kem heim og hitti hann.
Ég var fyrst og fremst knattspyrnukona þegar ég varð ólétt en allt í einu var ég bara ólétt sem var ákveðið sjokk.
Þegar að ég fékk hann fyrst í hendurnar þá var ég ekki einu sinni viss um að ég vildi spila fótbolta aftur. Ég vildi bara vera með honum og eignast annað barn,“ sagði Dagný.
🗣 "All I wanted to do was be with him." ❤️️
— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) January 6, 2022
West Ham's @dagnybrynjars speaks on Inside The #WSL about how she is playing with added motivation after having her son 💪 pic.twitter.com/NfN0aL67y4