Milos tekur við sænsku meisturunum

Milos Milojevic tekur við Malmö.
Milos Milojevic tekur við Malmö. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic verður kynntur til leiks sem nýr þjálfari sænska meistaraliðsins Malmö um hádegið í dag, samkvæmt frétt Aftonbladet. Félagið hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 12.

Milos, sem er 39 ára gamall Serbi, var búsettur á Íslandi í tólf ár og þjálfaði bæði Víking í Reykjavík og Breiðablik á árunum 2015 til 2017 en hefur starfað síðan í Svíþjóð og Serbíu. Hann tók við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni síðasta sumar en var sagt upp störfum í desember eftir að hafa farið í viðræður um að taka við þjálfun norska liðsins Rosenborg.

Hinn íslenskættaði Jon Dahl Tomasson hefur þjálfað Malmö með frábærum árangri undanfarin tvö ár en liðið varð sænskur meistari í bæði skiptin undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert