Þorleifur Úlfarsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki er í hópi þeirra leikmanna sem verða í nýliðavali bandarísku MLS-deildarinnar síðar í þessum mánuði.
Hann er á nýliðalistanum sem MLS-deildin birti í morgun en Þorleifur leikur með liði Duke háskóla. Hann er 21 árs gamall og lék einn úrvalsdeildarleik með Breiðabliki síðasta sumar en hefur leikið sem lánsmaður með Víkingi í Ólafsvík í 1. deildinni hluta af tveimur síðustu keppnistímabilum.
Nýliðavalið fer fram á þriðjudagskvöldið kemur, 11. janúar. Brynjar Benediktsson, sem vinnur við að hjálpa knattspyrnumönnum við að finna háskóla í Bandaríkjunum, sagði á Twitter í dag að Brynjar væri jafnframt á lista Generation Adidas, fyrstur Íslendinga, og þar með yrði hann örugglega valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins, jafnvel einn af fyrstu fimm.