Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með öruggum 4:1-sigri á Valencia á heimavelli í kvöld.
Karim Benzema kom Real á bragðið með eina marki fyrri hálfleiks á 43. mínútu úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Casemiro.
Vinícius Júnior tvöfaldaði forskotið á 52. mínútu og hann var aftur á ferðinni níu mínútum síðar. Valencia lagaði stöðuna þegar Goncalo Guedes skoraði í annarri tilraun eftir að Thibaut Courtois hafði farið víti frá honum.
Real átti hinsvegar lokaorðið því Benzema skoraði annað markið sitt og fjórða mark Real á 88. mínútu og þar við sat.
Real er með 49 stig á toppi deildarinnar, átta stigum á undan Sevilla sem á tvo leiki til góða.