15 ára Íslendingur æfir með Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er mjög hrifin af Emelíu.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, er mjög hrifin af Emelíu. Ljósmynd/@_OBOSDamallsv

Hin 15 ára gamla Emelía Óskarsdóttir æfir þessa dagana með sænska knattspyrnuliðinu Kristianstad.

Elísabet Gunnardóttir er þjálfari liðsins, en Kristianstad hafnaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því í Meistaradeild Evrópu annað tímabilið í röð.

Emelía var aðeins 14 ára þegar hún lék 12 leiki í 1. deildinni með Gróttu sumarið 2020 og skoraði eitt mark. Hún gekk í raðir BSF í Danmörku í sumar en gæti fært sig yfir til Svíþjóðar.

Elísabet er afar hrifin af Emelíu, sem leikur sem framherji. „Hún er ótrúlega spennandi sóknarmaður og vonandi náum við að semja við hana,“ sagði Elísabet við Kristanstadbladet.

Emelía er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara karlaliðs Breiðabliks og fyrrverandi þjálfara Gróttu, og systir Orra Steins Óskarssonar, 17 ára leikmanns FC Kaupmannahafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert