Enn ein töpuðu stigin hjá Parísarliðinu

Lucas Paqueta og Kylian Mbappé eigast við í kvöld.
Lucas Paqueta og Kylian Mbappé eigast við í kvöld. AFP

París SG varð að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn Lyon er liðin mættust á heimavelli síðarnefnda liðsins í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Lucas Pequetá kom Lyon yfir strax á sjöundu mínútu en varamaðurinn Thilo Kehrer tryggði PSG stig er hann jafnaði á 76. mínútu.

Parísarliðið lék án sterkra leikmanna á borð við Lionel Messi, Julian Draxler, Achraf Hakimi og Neymar í kvöld.

Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einu sinni í síðustu fimm leikjum er PSG í toppsæti deildarinnar með 47 stig, ellefu stigum meira en Nice í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert