Ítalski landsliðsmaðurinn Federico Chiesa þurfti að fara af velli vegna meiðsla er Juventus vann ótrúlegan 4:3-útisigur á Roma í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.
Chiesa fór sárþjáður af velli á 31. mínútu eftir baráttu við Ainsley Maitland-Niles. Dr. Rajpal Brar, sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum, greinir frá á Twitter í kvöld að krossbandið gæti verið slitið hjá Chiesa.
Sé það raunin gæti sóknarmaðurinn verið frá keppni í allt að átta til níu mánuði. Rajpal Brar birti myndband af meiðslunum á Twitter í dag og benti á að hnéð á Chiesa hafi hreyfst á óeðlilegan hátt, sem líklegast þýddi að krossbandið væri slitið.
Video on Juventus’ Federico #Chiesa.
— Dr. Rajpal Brar, DPT (@3cbPerformance) January 9, 2022
Can see left knee ripple as he’s turning with knee dropping inwards. Potentially indicates an ACL rupture especially within context of other reports that he has a knee ligament sprain. Awaiting examination & imaging results pic.twitter.com/ewJ2kXud07