Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í dag. Liverpool og Manchester City fengu bæði heimaleiki gegn B-deildarliðum. Þá munu þrír úrvalsdeildarslagir fara fram.
Takist Manchester United að hafa betur gegn Aston Villa annað kvöld bíður þess einnig B-deildarlið á heimavelli, Middlesbrough.
Tottenham Hotspur er á meðal þeirra úrvalsdeildarliða sem fær annað slíkt í heimsókn en það mætir Brighton & Hove Albion á heimavelli.
Wolverhampton Wanderers fær þá Norwich City í heimsókn og Everton og Brentford mætast í úrvalsdeildarslag.
Arsenal mætir þá Nottingham Forest í dag og fær Leicester City í heimsókn í fjórðu umferð takist liðinu að vinna í Nottingham.
Drátturinn í heild sinni:
Liverpool – Cardiff
Manchester United/Aston Villa - Middlesbrough
Manchester City – Fulham
Chelsea – Plymouth
Nottingham Forest/Arsenal – Leicester
Tottenham – Brighton
Wolves – Norwich
Everton – Brentford
Crystal Palace – Hartlepool
Kidderminster – West Ham
Southampton – Coventry
Cambridge - Luton
Huddersfield - Barnsley
Peterborough - QPR
Bournemouth - Boreham Wood
Stoke - Wigan