Mendy með veiruna og missir af fyrsta leik

Édouard Mendy getur ekki spilað á morgun eftir að hafa …
Édouard Mendy getur ekki spilað á morgun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. AFP

Édouard Mendy, markvörður enska liðsins Chelsea og senegalska landsliðsins í knattspyrnu karla, mun missa af fyrsta leik Senegals á Afríkumótinu þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni.

Senegal mætir Simbabve í fyrsta leik sínum í B-riðli mótsins á morgun og verður Mendy fjarverandi ásamt fyrirliðanum Kalidou Koulibaly og Famara Diedhiou, sem hafa sömuleiðis báðir greinst með veiruna.

Saliou Ciss, Bamba Dieng, Mame Baba Thiam, Pape Matar Sarr, Nampalys Mendy og varamarkvörðurinn Alfred Gomis urðu allir eftir í Dakar í Senegal eftir að hafa greinst með veiruna í liðinni viku og verða því alls níu leikmenn liðsins fjarverandi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert